SaltPay
  • Almennir skilmálar
  • Viðskiptaskilmálar SaltPay
  • Persónuvernd
  • Persónuverndarstefna SaltPay
  • Vinnslusamningur SaltPay
  • Vefkökustefna SaltPay
  • Netspjall SaltPay
  • Skilmálar kortafélaga
  • Viðskiptaskilmálar American Express
  • Reglur um birtingu skilmála á netinu um afbókanir og vöruskil
  • Reglur um hótel og gististaði
  • Reglur American Express um bílaleigur
  • Reglur Mastercard um bílaleigur
  • Reglur Visa um bílaleigur
  • Almennt
  • SaltPay þjónustugjöld
  • Dark mode
  • Vefkökustefna SaltPay

    last updated: March 4, 2023

    I. Inngangur

    Stefna SaltPay IIB hf. („SaltPay“) um notkun á vefkökum hefur að geyma skilgreiningu á því hvað telst vera vefkaka sem og hvernig SaltPay notar vefkökur á vefsíðum og í vefþjónustum sínum.  SaltPay mælist til þess að notendur kynni sér stefnuna til að skilja betur hvaða gerðir af vefkökum SaltPay notar, hvaða upplýsingum er safnað og hvernig þær upplýsingar eru notaðar.

    II. Hvað eru vefkökur?

    Vefkökur eru litlar textaskrár, sem vistaðar eru í tækinu sem notað er til að heimsækja vefsíðu.

    Vefkökur geta verið ýmist tímabundnar (e. session cookie) eða varanlegar (e. persistent cookie). Tímabundnum kökum er eytt af tæki notanda þegar hann lokar vafranum. Varanlegar kökur geymast áfram á vefsvæði notanda þar til þeim er eytt eða þær falla úr gildi.

    Notandi hefur alltaf þann kost að loka fyrir notkun vefkaka eða óska eftir því að leyfi verði veitt fyrir notkun vefkaka í hvert sinn. Vinsamlegast athugið að slíkar ráðstafanir geta takmarkað mögulega notkun vefsíðna að hluta eða öllu leyti.

    III. Notar SaltPay vefkökur?

    Já, SaltPay notar varanlegar vefkökur til að skrá heimsóknir á vefsíðum sínum, til að bæta upplifun notanda að síðunni, til að vernda vefsíður SaltPay gegn óheimilli notkun og við svikavarnir, til þess að stýra á hvaða tungumáli síðan birtist og fleira. SaltPay notar einnig tímabundnar vefkökur sem hafa þá einungis virkni meðan síða er heimsótt eða þar til vafrara er lokað. 

    SaltPay notar vefkökur sem tilheyra þriðju aðilum á vefsíðum sínum, Google Analytics og Facebook Pixel. SaltPay notar þessa þjónustu einkum til að greina notkun vefsvæðisins, til að útbúa markaðsefni og auglýsingar sem eru sérsniðnar að ákveðnum markhópi. Hægt er að nálgast upplýsingar um hvernig þessir aðilar nota vefkökur á vefsíðum þeirra.

    IV. Hvaða upplýsingum safnar SaltPay með notkun vefkaka?

    SaltPay gæti, í tengslum við heimsókn notanda á vefsvæði, safnað sjálfkrafa einhverjum af eftirfarandi upplýsingum:

    - Veffangi tölvu (e. Internet protocol address (IP))

    - Tímastillingum

    - Stýrikerfi og vafra

    - Vefslóð sem komið var frá

    - Landi

    - Leitarskilyrðum sem notandi notaði á síðunni

    - Hvað notandi skoðaði á síðunni og því sem notandi leitaði að

    - Viðbragðstíma síðu

    - Villum í niðurhali

    - Hversu lengi heimsókn á hverja síðu varði

    - Upplýsingum um gagnvirkar síður svo sem skoðanir, smellir og sýnileika upplýsinga þegar músarbendill færist yfir texta (e. mouse-over)

    - Aðferð við að fara af síðu

    © 2023 SaltPay Co.